27.5.2009 | 20:54
Leikurinn við Víði í Garði verður fyrir sunnan
ATH - Ég set fyrirvara á þetta, þar sem leikurinn er skráður á Siglufjarðarvöll, skv. vef KSÍ. Eigum við ekki að segja að leikurinn verði spilaður á Sigló, þar til annað kemur í ljós ;)
Íþróttir | Breytt 28.5.2009 kl. 20:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.5.2009 | 17:46
2. deild: BÍ/Bolungarvík - KS/Leiftur (0-0)
Annar útileikur KS/Leiftur fór fram á Skeiðisvelli í dag, þar sem mótherjinn var BÍ/Bolungarvík. Lokatölur leiksins urðu 0-0.
Heimamenn byrjuðu leikinn rólega en eftir um 10. mín leik tóku þeir völdin og voru miklu betri en gestirnir í fyrri hálfleik. BÍ/Bolungarvík áttu nokkur góð færi en markmaður gestanna var meiri fyrirstaða en hann leit út fyrir að vera og varði nokkrum sinnum vel. Hættulegustu færi gestanna komu úr föstum leikatriðum en spilamennska þeirra í fyrri hálfleik var ekki flókin. Sparka hátt og langt þegar þeir fengu boltann og úr því átti svo þeirra eini framherji að ráða.
BÍ/Bolungarvík byrjaði seinni hálfleik að miklum krafti og ótrúlegt að þeim hafi ekki tekist að skora. Eftir þetta áhlaup jafnaðist svo leikurinn. Gestirnir spiluðu betur í seinni hálfleik áttu nokkrar sendingar með jörðinni annað slagið. Heimamenn áttu þó fleiri færi en boltinn vildi ekki í markið.
það er óhætt að segja að 1 stig heimamanna hafi í raun verið tvö töpuð stig í dag. En að sama skapi hafa KS/Leiftursmenn verið þekktir fyrir að fá óverðskulduð stig á útivöllum. Þeirra markmið í dag var greinilega að fara burt með 1 stig og það tókst þeim. (Alveg magnaðar ályktanir hjá þeim).
BÍ/Bolungarvík spilaði oft á tíðum vel í leiknum. Vörnin gaf lítið af færum, miðjan vann mikið af boltum og sóknarmenn fengu færi til að skora úr. Það er hins vegar bara hluti af leiknum að spila vel það þarf að skora til að eiga möguleika á að vinna. Liðið þarf einnig að bæta sendingar of margar einfaldar sendingar voru að klikka og sköpuðu hættu á okkur eða orsökuðu að góð færi runnu í sandinn.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 23:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.5.2009 | 18:39
2. deild: Njarðvík - KS/Leiftur (2-2)
Tekið af heimasíðu Njarðvíkur en þar má einnig sjá myndir úr leiknum.
Njarðvikingar voru allt annað en ánægði með niðurstöður út leik þeirra við KS/Leiftur á Njarðtaksvellinum í dag sem endaði með 2-2 jafntefli. Óhætt er að segja þeir hafi upplifað sama leikinn frá því í fyrra sumar þegar við töpuðum niður tveggja marka forskoti en núna héldum við þó jöfnu. Njarðvikingar voru sterkari aðilinn og áttu svo til fyrri hálfleikinn og voru að leika vel og náðu forystunni á strax á 5. mín þegar Kristinn Björnsson drumaði boltanum í netið eftir dóf í teignum. Gestirnir minntu reglulega á sig og náðu nokkrum sinnum að ógna marki Njarðvikinga. Seinna markið kom eftir hraðaupphlaup heimamann þegar Árni Þór Ármannsson kom boltnum í markið af harðfylgi á 43. mín.
Seinni hálfleikurinn lofaði góðu fyrir Njarðvíkinga nokkrum sinnum náðu þeir að ógna marki gestana en ekki fór boltinn í markið. Jóhann Guðbrandsson minnkaði munin á 75. mín þegar hann skallaði boltann örugglega í markið eftir hornspyrnu. Njarðvikingar fengu vítaspyrnu á 77. mín þegar brotið var á Kristni Erni Agnarsyni, Rafn Vilbergsson tók spyrnuna en Halldór Guðmundsson markvörður KS/ Leifturs varði örugglega. Við þetta var sem allur vindur væri úr heimamönnum og gestirnir færðust allir í aukana. Á 87. mín var dæmd vítaspyrna á Njarðvikinga þegar Helgi Már Vilbergsson braut á Benis Krasnigi. Úr spyrnuni skoraði Benis sjálfur.
Það er óhætt að segja 2-2 jafntefli hafi verið sanngjörn úrslit og hvort liðið hafi á hvor sinn hálfleik.
Leikið var í blíðskapar veðri en helst til var hvasst.
Áfram KS/Leiftur
Íþróttir | Breytt 17.5.2009 kl. 09:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tónlistarspilari
Tenglar
Spá Fotbolta.net
- Grótta Var spáð 1. sæti
- Njarðvík Var spáð 2. sæti
- Hvöt Var spáð 3. sæti
- Reynir S. Var spáð 4. sæti
- Víðir Var spáð 5. sæti
- Tindastóll Var spáð 6. sæti
- Höttur Var spáð 7. sæti
- Magni Var spáð 8. sæti
- KS/Leiftur Var spáð 9. sæti
- BÍ/Bolungarvík Var spáð 10. sæti
- ÍH/HV Var spáð 11. sæti
- Hamar Var spáð 12. sæti
Íslandsmótið 2009
Lið í 2. deild karla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar