2. deild: BÍ/Bolungarvík - KS/Leiftur (0-0)


Annar útileikur KS/Leiftur fór fram á Skeiðisvelli í dag, þar sem mótherjinn var BÍ/Bolungarvík. Lokatölur leiksins urðu 0-0.

Heimamenn byrjuðu leikinn rólega en eftir um 10. mín leik tóku þeir völdin og voru miklu betri en gestirnir í fyrri hálfleik. BÍ/Bolungarvík áttu nokkur góð færi en markmaður gestanna var meiri fyrirstaða en hann leit út fyrir að vera og varði nokkrum sinnum vel. Hættulegustu færi gestanna komu úr föstum leikatriðum en spilamennska þeirra í fyrri hálfleik var ekki flókin. Sparka hátt og langt þegar þeir fengu boltann og úr því átti svo þeirra eini framherji að ráða.

BÍ/Bolungarvík byrjaði seinni hálfleik að miklum krafti og ótrúlegt að þeim hafi ekki tekist að skora. Eftir þetta áhlaup jafnaðist svo leikurinn. Gestirnir spiluðu betur í seinni hálfleik áttu nokkrar sendingar með jörðinni annað slagið. Heimamenn áttu þó fleiri færi en boltinn vildi ekki í markið.

það er óhætt að segja að 1 stig heimamanna hafi í raun verið tvö töpuð stig í dag. En að sama skapi hafa KS/Leiftursmenn verið þekktir fyrir að fá óverðskulduð stig á útivöllum. Þeirra markmið í dag var greinilega að fara burt með 1 stig og það tókst þeim. (Alveg magnaðar ályktanir hjá þeim).

BÍ/Bolungarvík spilaði oft á tíðum vel í leiknum. Vörnin gaf lítið af færum, miðjan vann mikið af boltum og sóknarmenn fengu færi til að skora úr. Það er hins vegar bara hluti af leiknum að spila vel það þarf að skora til að eiga möguleika á að vinna. Liðið þarf einnig að bæta sendingar of margar einfaldar sendingar voru að klikka og sköpuðu hættu á okkur eða orsökuðu að góð færi runnu í sandinn.
Áfram KS/Leiftur

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þetta er mjög skrítin umfjöllun, einhver annar skrifar greinilega fyrir þá á fótbolta.net og þar er greinin ekki jafn lituð og þessi.. þess ber að geta að við skoruðum mark sem var dæmt af vegna rangstöðu og einhverjir vildu meina að ekki hafi verið um rangstöðu að ræða.

Og mjög furðuleg staðhæfing að við séum þekktir fyrir að fá eitthvað út úr leikjum sem við eigum ekki skilið.... viðkomandi skrifari hefur væntanlega séð fullt fullt af útileikjum hjá okkur og er örugglega dómbær á það. En vonandi nýtum við bara heimaleikina til sigra og það hefst vonandi á móti víði en sá leikur verður á ólafsfirði, laugardaginn 30. Vonandi að við fáum bara fólk til að mæta og reynum að gera átak í því. 

Gott að þú sért kominn með þessa síðu aftur.. það er hið besta mál.

Bestu kveðjur

Þorvaldur Þorsteins

Þorri (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 22:02

2 identicon

Ég bætti inn tengli af umfjölluninni á fotbolta.net, hún gefur betri mynd af leiknum, þessi er stór undarleg.

Varðandi þessa síðu, þá tímdi ég hreinlega ekki að láta hana fara, þó svo að öll umfjöllun verði með smærra sniði nú í ár. Svona fljótt á litið, verða þær líklegast ekki nema þrjár til fjórar talsins.

Annars er ég mjög sáttur með liðið. Þeir verða klárlega fyrir ofan það sæti sem þeim var spáð :)

Áfram KS/Leiftur

Nonni (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 23:44

3 identicon

Gott að fá tvö stig út úr tveim fyrstu leikjunum og þeir báðir á útivelli... en guð minn góður hvað menn geta verið barnalegir í umfjöllun, þetta er BÍ/Bolungarvík til skammar!

Hjörvar (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Óðinn Reynisson
Jón Óðinn Reynisson
Fréttasíða fyrir 2. deildarlið KS/Leiftur

Tónlistarspilari

Band of Horses - Funeral

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband